Allar íbúðir seldar
1. október 2021
Allar íbúðir í Unnardal 1 - 11 eru nú seldar.
Við fundum strax fyrir miklum áhuga og aðeins 2 mánuðum eftir að kynning á íbúðum okkar hófst var búið að selja þá síðustu.
Nú geta framtíðareigendur íbúðanna fylgst með framkvæmdafréttum hér á síðunni.

Eftir erfiða þrjá mánuði í framkvæmdum þá horfir allt til betri vegar á nýju ári. Síðustu mánuðir hafa einkennst af sementsskorti, seinkun á framleiðslu forsteyptra eininga, gríðarlegrar seinkunnar á vöruafhendingu og Covid-19 áhrifum á verkstað sem og annarra utanaðkomandi aðstæðna. Allt kapp er nú lagt á að skila íbúðum til nýrra eiganda fyrir sumarið.